Fréttir

Vel heppnuð kynning á fjölbreyttum störfum í sjávarútvegi á Starfamessu 2025

Hátt í eitt þúsund nemendur 9. og 10. bekk grunnskóla á Eyjafjarðarsvæðinu auk nemenda í framhaldsskólum og Háskólanum á Akureyri sóttu Starfamessu 2025 sem haldin var í Háskólanum á Akureyri í dag, fimmtudag.

Glæsilegt filippseyskt matar- og skemmtikvöld á Dalvík

Starfsfólk fiskvinnsluhúss Samherja á Dalvík og gestir skemmtu sér konunglega sl. laugardagskvöld í mötuneyti félagsins. Starfsmannafélagið Fjörfiskur efndi til filippseysks matar- og skemmtikvölds en hjá Samherja á Dalvík starfa rúmlega tuttugu manns sem rekja uppruna sinn til Filippseyja.

Mottumarssokkar fyrir alla karla hjá Samherja

Krabbameinsfélag Íslands tileinkar körlum með krabbamein marsmánuð. Mottumars er árvekni- og fjáröflunarátak félagsins og í ár er sérstök áhersla lögð á tengingu lífsstíls og krabbameina.

Kaldbakur, Björgúlfur og Björg aflahæstu togarar landsins á síðasta ári

Systurskip Samherja, Kaldbakur EA 1, Björgúlfur EA 312 og Björg EA 7 eru í þremur efstu sætum yfir aflahæstu togara ársins 2024.

Tundurdufl í veiðarfærum

Fiskvinnsluhús Útgerðarfélags Akureyringa var rýmt skömmu eftir hádegi í dag vegna tundurdufls sem kom í veiðarfæri togarans Bjargar EA. Duflið kom í síðasta holi veiðiferðarinnar. Björg kom til Akureyrar í morgun.

Skipin farin til veiða og landvinnsla hafin af fullum krafti

Ísfisktogarar Samherja héldu til veiða skömmu eftir miðnætti fimmtudaginn 2. janúar 2025 og vinnsla í landvinnslum félagsins hófst um morguninn. Uppsjávarskipið Vilhelm Þorsteinsson og frystitogarinn Snæfell eru sömuleiðis farin til veiða. Það má því segja að hjól atvinnulífsins séu farin að snúast af krafti eftir jóla- og nýársfrí starfsfólks.

Gleðilegt ár

Samherji sendir starfsfólki, viðskiptavinum og landsmönnum öllum bestu óskir um heillaríkt komandi ár, með þökkum fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum.

Kveðja Samherja eftir samtals 119 ár

Þrír starfsmenn sem unnið hafa hjá Samherja eða tengdum félögum í samtals 119 ár láta af störfum um áramótin.

Jólakveðja frá Samherja

Samherji sendir starfsfólki, viðskiptavinum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og heillaríkt komandi ár, með þökkum fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu ári.

Öll skip Samherja í höfn og vel skreytt

Öll skip Samhera eru komin til hafnar og áhafnir komnar í jólafrí. Skipin eru að venju vel skreytt í tilefni jólanna og sömu sögu er að segja um starfsstöðvar félagsins.