Tundurdufl í veiðarfærum
07.01.2025
Fiskvinnsluhús Útgerðarfélags Akureyringa var rýmt skömmu eftir hádegi í dag vegna tundurdufls sem kom í veiðarfæri togarans Bjargar EA. Duflið kom í síðasta holi veiðiferðarinnar. Björg kom til Akureyrar í morgun.