Líkön af þremur skipum ÚA afhjúpuð
21.12.2024
Fjölmenni var á afmælishátíð sem efnt var til í matsal Útgerðarfélags Akureyringa fimmtudaginn 19. desember. Fyrir sléttum fimmtíu árum kom togarinn Kaldbakur EA 301 til heimahafnar en skipið var smíðað á Spáni.