Fréttir

Líkön af ‏ þremur skipum ÚA afhjúpuð

Fjölmenni var á afmælishátíð sem efnt var til í matsal Útgerðarfélags Akureyringa fimmtudaginn 19. desember. Fyrir sléttum fimmtíu árum kom togarinn Kaldbakur EA 301 til heimahafnar en skipið var smíðað á Spáni.

Lettnesk jólahefð fékk góðar viðtökur á Dalvík

Olga Naumenkova fluttist frá Lettlandi til Dalvíkur fyrir tuttugu árum og hefur síðan þá starfað hjá Samherja á Dalvík. Olga viðraði í vetur þá hugmynd að jólatréð í anddyri fiskvinnsluhússins yrði skreytt samkvæmt lettneskum sið, sem snýst um að fólk hengir skraut á tréð og merkir með sínu nafni. Skemmst er frá því að segja að tillagan féll í góðan jarðveg og starfsfólk Samherja á Dalvík hefur tekið þátt í þessum skemmtilega og hlýlega sið.

Spánverjar sólgnir í ferskar gellur á aðventunni

Eftirspurn eftir ferskum þorskgellum eykst gjarnan á þessum árstíma á Spáni, enda hefð fyrir því meðal innfæddra að snæða þennan herramannsmat í aðdraganda jólanna. Sunneva Ósk Guðmundsdóttir framleiðslustjóri Samherja á Akureyri segir reynt eftir bestu getu að verða við óskum kaupenda, ferskar gellur séu því sendar með flugi til Spánar.

Drekka saman morgunkaffi alla virka daga og gæða sér reglulega á signum fiski. „Algjört hnossgæti“

Nokkrir fyrrum sjómenn á fiskiskipum Útgerðarfélags Akureyringa og Samherja hittast alla virka daga í morgunkaffi og ræða þar heimsins gagn og nauðsynjar. Reglulega eru svo haldnar heljarinnar matarveislur, þar sem siginn fiskur er á boðstólum.

Réttur Samherja staðfestur

Í dag var kveðinn upp dómur í Bretlandi í máli sem Samherji hf. höfðaði vegna brota á vörumerkjaréttindum félagsins. Fallist var allar kröfur Samherja hf.

Fann fjölina sína í sjávarútvegstengdu námi

Kristófer Máni Sigursveinsson verkstjóri í bleikjuvinnslu Samherja fiskeldis í Sandgerði hefur búið alla sína tíð í Sandgerði, ef frá eru talin árin er hann stundaði nám í sjávarútvegs- og viðskiptafræðum við Háskólann á Akureyri.

Harðbakur málaður og yfirfarinn í Slippnum á Akureyri

Togarinn Harðbakur EA 3 heldur senn til veiða eftir ýmsar endurbætur og uppfærslur í Slippnum á Akureyri, auk þess sem skipið var heilmálað.

Harðbakur er fimm ára gamalt skip, smíðað í Vard-Aukra skipasmíðastöðinni í Noregi. Skipið kom til Akureyrar 9. nóvember 2019 og strax í kjölfarið tók Slippurinn við því, þar sem settur var vinnslubúnaður um borð. Harðbakur er 29 metra langur og 12 metra breiður. Skipið er gott í alla staði, bæði hvað varðar vinnslubúnað og aðbúnað áhafnar.

Verðandi sjávarútvegsfræðingar kynna sér starfsemi Samherja til sjós og lands

Hátt í fjörutíu nemendur í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri hafa á undanförnum dögum heimsótt skip og landvinnslu Samherja. Nemendur auðlindadeildar skólans hafa um langt árabil átt þess kost að skoða og kynnast starfsemi félagsins, sem hluta námsins.

„Við verðum að taka alvöru umræðu um hvalveiðar “

Hafrannsóknarstofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2024 til 2025, ráðgjöfin byggir á niðurstöðum bergmálsmælinga á stofninum í haust. Stofnunin mun endurskoða ráðgjöfina þegar niðurstöður mælinga á stærð veiðistofnsins liggja fyrir í janúar. Miklir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi, Landsbankinn bendir á að hófleg eða meðalstór loðnuvertíð geti aukið hagvöxt á næsta ári um hálft til eitt prósentustig.

Samherji hefur varið meira en 100% af hagnaði dótturfélaga til fjárfestinga í rekstri á undanförnum árum

Á síðustu fimm árum hafa Samherji Ísland og Samherji fiskeldi varið meira en eitt hundrað prósentum hagnaðar í fjárfestingar beint í rekstri félaganna, þ.e. í nýjum skipum, vinnsluhúsum og tækjabúnaði. Árið 2020, þegar Samherji vígði nýtt vinnsluhús á Dalvík, fór hlutfallið upp í 145%.