Samherji sendir starfsfólki, viðskiptavinum og landsmönnum öllum bestu óskir um heillaríkt komandi ár, með þökkum fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum.
Samherji sendir starfsfólki, viðskiptavinum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og heillaríkt komandi ár, með þökkum fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu ári.
Öll skip Samhera eru komin til hafnar og áhafnir komnar í jólafrí. Skipin eru að venju vel skreytt í tilefni jólanna og sömu sögu er að segja um starfsstöðvar félagsins.
Fjölmenni var á afmælishátíð sem efnt var til í matsal Útgerðarfélags Akureyringa fimmtudaginn 19. desember. Fyrir sléttum fimmtíu árum kom togarinn Kaldbakur EA 301 til heimahafnar en skipið var smíðað á Spáni.
Olga Naumenkova fluttist frá Lettlandi til Dalvíkur fyrir tuttugu árum og hefur síðan þá starfað hjá Samherja á Dalvík. Olga viðraði í vetur þá hugmynd að jólatréð í anddyri fiskvinnsluhússins yrði skreytt samkvæmt lettneskum sið, sem snýst um að fólk hengir skraut á tréð og merkir með sínu nafni. Skemmst er frá því að segja að tillagan féll í góðan jarðveg og starfsfólk Samherja á Dalvík hefur tekið þátt í þessum skemmtilega og hlýlega sið.
Eftirspurn eftir ferskum þorskgellum eykst gjarnan á þessum árstíma á Spáni, enda hefð fyrir því meðal innfæddra að snæða þennan herramannsmat í aðdraganda jólanna. Sunneva Ósk Guðmundsdóttir framleiðslustjóri Samherja á Akureyri segir reynt eftir bestu getu að verða við óskum kaupenda, ferskar gellur séu því sendar með flugi til Spánar.
Nokkrir fyrrum sjómenn á fiskiskipum Útgerðarfélags Akureyringa og Samherja hittast alla virka daga í morgunkaffi og ræða þar heimsins gagn og nauðsynjar. Reglulega eru svo haldnar heljarinnar matarveislur, þar sem siginn fiskur er á boðstólum.
Í dag var kveðinn upp dómur í Bretlandi í máli sem Samherji hf. höfðaði vegna brota á vörumerkjaréttindum félagsins. Fallist var allar kröfur Samherja hf.
Kristófer Máni Sigursveinsson verkstjóri í bleikjuvinnslu Samherja fiskeldis í Sandgerði hefur búið alla sína tíð í Sandgerði, ef frá eru talin árin er hann stundaði nám í sjávarútvegs- og viðskiptafræðum við Háskólann á Akureyri.