IceFresh Seafood bauð leikmönnum handboltaliðsins THW Kiel í sjávarréttaveislu að íslenskum hætti s.l. mánudagskvöld. Einar Geirsson yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum RUB23 reiddi fram ljúffenga og fjölbreytta rétti fyrir leikmennina og þjálfarann Alfreð Gíslason.
Veisluna bar á góma í útsendingu Eurosport síðastliðinn miðvikudag þegar THW Kiel og FC Porto áttust við í meistaradeildinni. Alfreð Gíslason var um tíma ósáttur við spilamennsku leikmanna sinna, tók leikhlé og las yfir þeim. Við það tækifæri gantaðist íþróttafréttamaður Eurosport með að líklega fengju leikmennirnir enga sjávarréttaveislu með þessu áframhaldi. Sú varð að sjálfsögðu ekki raunin enda sigraði THW Kiel leikinn örugglega 30:25.
Ný heimasíða í Þýskalandi
Dótturfyrirtæki Samherja, IceFresh GmbH og Deutsche Fischfang Uninon GmbH (DFFU), opnuðu í haust sameiginlega vefsíðu www.icefreshseafood.de. til markaðssetningar á sínum afurðum. Á vefsíðunni vilja fyrirtækin vekja sérstaka athygli á sjálfbærum fiskveiðum og hversu einstök vara villtur fiskur úr Norður-Atlantshafi er.
IceFresh Seafood er styrktaraðili THW Kiel á þessu keppnistímabili. Viðburðurinn í Kiel var hluti af því samstarfi sem bæði THW Kiel og dótturfyrirtæki Samherja í Þýskalandi eru mjög ánægð með.
Aron Pálmarsson (í miðjunni) og félagar kampakátir yfir sjávarfanginu
Andreas Palicka og fyrirliðinn Filip Jicha gæða sér á íslensku fiskmeti
Einar Geirsson kokkur og Alfreð Gíslason þjálfari THW Kiel
Guðjón Valur, Einar Geirsson kokkur og Aron Pálmarsson
Handboltaleikmennirnir kepptu í sushigerð
Liðsmenn THW Kiel í skemmtilegum leik eftir máltíðina
Myndirnar tók ljósmyndarinn Sascha Klahn
http://www.icefreshseafood.de
http://www.rub23.is
http://www.thw-provinzial.de/thw/thw.htm