Það góða við landeldið
Þegar eldið fer fram í kerjum uppi á landi er hægt að hafa góða stjórn á öllum stigum. Fylgst er nákvæmlega með súrefni, seltumagni, þéttleika, sýrustigi og hitastigi og bestu mögulegu eldisaðstæður fyrir fiskinn tryggðar á hverjum tíma. Hætta á slysasleppingum er lítil sem engin. Laxalús þekkist ekki í landeldi.