Við hjá Samherja stundum ábyrgar fiskveiðar og lítum á það sem samstarfsverkefni stjórnenda og starfsfólks. Markmið Samherja er að starfa í sátt við umhverfið, stuðla að sjálfbærri nýtingu fiskistofna og góðri umgengni um auðlindina. Mæta þarf þörfum nútímans með þessi gildi að leiðarljósi. Því er markmið Samherja að skila vistkerfi sjávar í jafngóðu eða betra ástandi til komandi kynslóða.
Samherji leggur metnað sinn í að tryggja að gildandi lögum og reglum um nýtingu afla og aukaafurða sé fylgt.
Skip Samherja hf. eru gerð út frá Akureyri og Dalvíkurbyggð. Skipakosturinn (sjá skipin hér neðar) tekur nokkrum breytingum frá ári til árs, enda er mikil áhersla lögð á tæknilega fullkomnun og hagkvæmni.
Björg EA-7Skipaskrárnúmer: 2894 Tegund: Togari Smíðaár: 2017 Heimahöfn: Akureyri Lengd 58,47 Breidd 13,54 Brúttó tn 2080,78 Nettó tn 624,23 Skipasmíðastöð Cemre Shipyard, Tyrklandi
|
Björgúlfur EA-312Skipaskrárnúmer: 2892 Tegund: Togari Smíðaár: 2017 Heimahöfn: Dalvík Lengd 58,47 Breidd 13,54 LOA 62,49 Brúttó tn 2080,78 Nettó tn 624,23 Skipasmíðastöð Cemre Shipyard, Tyrklandi
|
Harðbakur EA-3Skipaskrárnúmer: 2963 Tegund: Ferskfisk togari Smíðaár: 2019 Noregur Heimahöfn: Akureyri Lengd: 28,95 m Breidd: 12 m Brúttó tonn: 611,00 Nettó tonn: 183,00
|
Kaldbakur EA-1Skipaskrárnúmer: 2891 Tegund: Togari Smíðaár: 2017 Heimahöfn: Akureyri Lengd: 58,47 m Breidd: 13,54 m Brúttó tonn: 2.080,78 Nettó tonn 627,23 Skipasmíðastöð Cemre Shipyard, Tyrklandi
|
Margrét EA 710 Skipaskrárnúmer: 3038 Tegund: uppsjávarskip Smíðaár: 2008 Heimahöfn: Akureyri Mesta lengd: 71,96 m. Mesta breidd: 14,5 m. Brúttótonn: 2,411 Nettó tonn: 724 Skipasmíðastöð: Fitjar Mek. Verksted AS Noregi
Oddeyrin EA-210Skipaskrárnúmer: 2978 Tegund: Nótaskip með tönkum til að flytja lifandi fisk Smíðaár: 2003 Heimahöfn: Akureyri Lengd: 50,05 m Breidd: 10,50 m Brúttó tonn: 942 Nettó tonn 282 Skipasmíðastöð Karstensen Skipsværft A/S í Danmörku Skipið (áður Western Chieftain) var lengt og gekkst undir meiri háttar breytingar áður en það hóf veiðar í október 2021.
|
Snæfell EA-310Skipaskrárnúmer: 2212 Tegund: Skuttogari/vinnsluskip Smíðaár: 1994 Mesta lengd: 85,85 mtr. Mesta breidd: 14,0 mtr. Brúttó tonn: 2968,01 tonn Nettó tonn: 948,21 tonn Skipasmíðastöð: Flekkefjord Slipp/Maskinfabrikk A/S
|
Vilhelm Þorsteinsson EA 11Skipaskrárnúmer: 2982 Tegund: Nótaskip/togskip Smíðaár: 2021 (afhent 19.3.2021) Heimahöfn: Akureyri Mesta lengd: 89,07 m Lengd milli lóðlína: 83,88 Breidd: 16,6 m Brúttó tonn: 4.139 Nettó tonn: 1.241 Skipasmíðastöð: Karstensen Shipyard AS Skagen DK Myndirnar af Vilhelm tók Haukur Arnar Gunnarsson
|
Kynningarmyndband uppsjávarskipin Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og Börk NK 122.
Myndband af Vilhelm Þorsteinssyni EA 11 á siglingu inn Eyjafjörð 2.apríl 2021.