Akraberg selt til fyrri eigenda

Breytingar á skipastól Samherja.:

Samherji hf. hefur nýtt sér sölurétt í kaupsamningi frá miðjum júlí síðastliðnum, um kaup á frystitogaranum Akrabergi FD-10 af Framherja Spf. og hefur skipið verið selt aftur til fyrri eigenda. 

Skipið fór þrjár veiðiferðir á vegum Samherja hf. sem skiluðu 211 milljónum í aflaverðmæti.  Tvær veiðiferðir voru á Íslandsmið, önnur á karfaveiðar og hin blandaðar bolfiskveiðar en þriðja veiðiferðin var á bolfiskveiðar í Barentshaf.  Heildarafli upp úr sjó var á tímabilinu alls 1.960 tonn sem gerðu 916 tonn af frystum afurðum.
Þetta er annað árið sem Samherji kaupir Akrabergið með það að markmiði að fullnýta úthafsveiðiheimildir og jafnframt í annað sinn sem söluréttur í kaupsamningi er nýttur.

Fréttatilkynning frá Samherja hf., miðvikudaginn 17.nóvember 2004