Aðalfundur Samherja 2004:
Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í dag var samþykkt að greiða 25% arð til hluthafa. Arðgreiðslan fer fram 12. maí nk.
Þá var ennfremur með vísan til 55. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995, samþykkt tillaga að heimila félagsstjórn á næstu 18 mánuðum að kaupa bréf í Samherja hf. að nafnvirði allt að kr. 166.000.000,- . Kaupverð bréfanna má verða allt að 10% yfir meðal söluverði, skráðu hjá Verðbréfaþingi Íslands á síðasta tveggja vikna tímabili áður en kaupin eru gerð. Í þessu skyni er félagsstjórn heimilt að ráðstafa allt að kr. 1.660.000.000,- ?.
Í stjórn Samherja voru kosnir eftirtaldir aðilar:
Finnbogi Jónsson,Óskar Magnússon, Jón Sigurðsson, Gunnar Felixsson og Eiríkur Jóhannsson
Til vara í stjórn voru kosnir: Jóhannes Geir Sigurgeirsson og Kristján Jóhannsson
Endurskoðandi Samherja hf. var kosinn Endurskoðun Akureyri KPMG, Arnar Árnason
Þóknun til stjórnarmanna var samþykkt kr. 750.000.- fyrir liðið ár og kr.70.000.- á mánuði á árinu 2004.
Í ræðu Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra félagsins kom fram að áætlanir gera ráð fyrir að velta og afkoma félagsins verði mjög svipuð og á árinu 2003.
Stjórn félagsins kom saman í kjölfar aðalfundar og skipti með sér verkum þannig að Finnbogi Jónsson er stjórnarformaður, Eiríkur Jóhannsson varaformaður og Óskar Magnússon ritari.
Finnbogi Jónsson, stjórnarformaður
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri