Ný og fullkomin upplýsingatæknilausn innleidd í starfsemi Samherja

Frá undirritun samnings, talið frá hægri: Guðmundur
Baldvin Guðmundsson, skrifstofustjóri Samherja,
…
Frá undirritun samnings, talið frá hægri: Guðmundur
Baldvin Guðmundsson, skrifstofustjóri Samherja,
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja,
Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, Kristján
Jóhannsson framkvæmdastjóri hugbúnaðarlausna
Nýherja og

Samherji hf. hefur undirritað samning við Nýherja hf. um innleiðingu á nýrri og fullkominni upplýsingatæknilausn fyrir rekstur Samherja. Um er að ræða víðtæka innleiðingu á hinum öfluga SAP-viðskiptahugbúnaði, ásamt MPS framleiðsluhugbúnaðinum frá Marel hf. Lausnirnar verða samþættar þannig að gögn úr MPS munu flæða beint inn í SAP. Marel verður samstarfsaðili Nýherja í verkefninu og munu fyrirtækin sameiginlega þróa þessa samþættingu kerfanna. Samþættingin verður byggð á lausn frá IBM til að annast nauðsynlega gagnaflutninga með stöðluðum hætti. Með þessu móti fær Samherji nýja og fullkomna heildarlausn frá hugbúnaðarframleiðendum sem hver um sig eru í fremstu röð á sínu sviði í heiminum í dag.

Aukin samkeppnishæfni

Að sögn Guðmundar Baldvins Guðmundssonar, skrifstofustjóra Samherja, hefur félagið unnið að undirbúningi þessa verkefnis í tæpt ár. Þarfagreining og útboðsvinna var unnin í samstarfi við ráðgjafa frá PricewaterhouseCoopers en verkið boðið út sl. haust. “Starfsmenn og stjórnendur Samherja líta á þetta sem metnaðarfullt og framsækið verkefni sem skila muni félaginu miklum ávinningi og aukinni samkeppnishæfni. Með nýrri lausn munum við fá sveigjanlegan og skilvirkan aðgang að upplýsingum um alla helstu þætti rekstrarins og stígum stórt skref til framtíðar í upplýsingavinnslu félagsins”.

Tekur til allra helstu þátta

sap

SAP-lausnin nær yfir alla helstu þætti í rekstri Samherja er varða stjórnun á framleiðslu, innkaupum, dreifingu, fjármálum og mannauði. Lausnin verður útfærð með nýjustu aðferðum hvað varðar stjórnendaupplýsingar með vöruhúsi gagna í SAP og svokölluðum SAP Portal. SAP Portal er gátt sem veitir aðgang um Internetið og gerir starfsmönnum kleift að nálgast mikilvægar upplýsingar með einföldum hætti hvar og hvenær sem er. Mikilvægur hlekkur í nýju upplýsingakerfi er nýtt launakerfi frá Nýherja, SAP-Laun, sem auðveldar m.a. útreikning launa sjómanna á skipum Samherja.
MPS-lausnin fyrir Samherja samanstendur af verk- og tímaskráningarkerfi, gæðaskoðun með rekjanleika og framleiðslueftirliti. Í vinnslustöðvum og skipum Samherja er töluvert af Marel-búnaði fyrir flakavinnslu, flokkun og pökkun. Með innleiðingu framleiðslukerfisins verða vinnslustöðvar Samherja með þeim fullkomnustu á þessu sviði.

samherji
nyherji
marel