Haraldur Grétarsson framkvæmdastjóri Onward Fishing Company segir það mjög ánægjulegt að taka við nýju skipi nú. Það hafi alltaf legið fyrir að fjárfest yrði í nýju skipi í stað eldra skips Normu Mary, sem var úrelt. Hann segir aðstandendur OFC vera mjög ánægða með að hafa fundið þetta skip, sem passar vel við þær veiðiheimildir og rúmmál sem Onward hefur til ráðstöfunar. Ekki hefur verið valið nýtt nafn á skipið.
Áætlað er að Onward taki við skipinu í lok mars og að það verði gert út á rækju- og bolfiskveiðar.