Saga Akureyrinnar

1.maí árið 1983 sigldi Guðsteinn GK ( Akureyrin EA) inn Eyjafjörð og hófst þar með saga Samherja í eigu núverandi eigenda. Við minnumst þessara tímamóta með því að sýna hér á heimasíðunni þessar skemmtilegu myndir og frásagnir af upphafsdögunum.

Í tilefni af 30 ára afmælinu árið 2013 var sett af stað vinna við að safna saman efni í sögu félagsins. Hluti þess efnis var sýndur á myndasýningu sem sett var upp á árshátíð Samherja, á Glerártorgi á Akureyri og á Fiskideginum Mikla á Dalvík það ár. Sá hluti þeirrar sýningar sem var um fyrsta skipið Akureyrina, er nú sýnilegur hér: SAGA AKUREYRINNAR.

 

...............

Búið að hífa og skipstjórinn er kominn upp á trollið...

 

„Ef maður skoðar líkan af þessum pólsku togurum sést að þeir eru mjög rýrir að aftan. Voru byggðir til gangs og byrja mjög framarlega að mjókka. Um leið voru þessi skip þung að aftan. Þegar kominn var afli í Akureyrina settist hún alveg á rassgatið, þá náði sjórinn upp í miðja skutrennu og maður sagði stundum að pokinn flyti inn fyrir; það hjálpaði ef maður lenti í stórum holum. En þetta gat verið erfitt ef togað var á lensi í leiðinlegum veðrum, ég tala nú ekki um ef maður var að hífa úr festum. Þá gat allt farið á kaf.“

Þorsteinn Vilhelmsson