Rækjuvinnsla Samherja á Akureyri
Ákveðið hefur verið að stöðva framleiðslu í Strýtu, rækjuvinnslu Samherja á Akureyri, tímabundið frá og með næsta mánudegi. Ástæðan er fyrst og fremst hátt hráefnisverð sem og að í hönd fer erfiðasti sölutími ársins. Gert er ráð fyrir að framleiðslustöðvunin vari í 2-3 vikur. Það eru ekki ný tíðindi að dregið sé úr framleiðslunni á þessum árstíma. Slíkt hefur verið gert undanfarin ár, ýmist með því að stöðva vinnsluna alveg eins og nú er gert eða fara tímabundið niður á eina vakt.
Starfsfólk áfram á launaskrá Um 50 manns starfa við vinnsluna og mun starfsfólk njóta nær óskertra launa. Full dagvinnulaun eru greidd, sem atvinnuleysistryggingasjóður endurgreiðir fyrirtækinu, og til viðbótar ákvað Samherji að greiða fólki kaupauka. Í stoppinu verður nauðsynlegu viðhaldi sinnt og unnið í ýmsum tilfallandi verkefnum.
Bjartsýnn á árið Þrátt fyrir framleiðslustöðvun nú segist
Gestur Geirsson, framleiðslustjóri, vera bjartsýnn á árið í heild. Nýlokið er einu besta ári í rækjuvinnslu hjá Samherja frá upphafi þar sem nýtt framleiðslumet var slegið, eða vel yfir 3.000 tonn. Aukinn rækjukvóti á Íslandsmiðum gefur einnig fyrirheit um að hægt verði að draga úr hráefniskaupum erlendis frá en tryggja samt vinnslunni nægjanlegt hráefni.