Á hinni stórglæsilegu árshátíð Samherja sem haldin var um síðustu helgi voru veitt hvatningarverðlaun til starfsmanna. Anna María Kristinsdóttir, starfsmannastjóri Samherja, fékk það ánægjulega hlutverk að veita 16 starfsmönnum Samherja sérstök hvatningarverðlaun fyrir framúrskarandi ástundun og samviskusemi á árinu 2013.
Í máli Önnu Maríu kom m.a. fram að það er yfirlýst stefna Samherja að stuðla að bættri heilsu og vellíðan starfsmanna
sinna og þeirri stefnu er framfylgt með margvíslegum hætti. Einnig að Samherji hefur alltaf lagt mikla áherslu á öryggi starfsmanna og markmiðið
er að álagstengdum slysum fækki og almennt heilbrigði aukist.
Eftirtaldir starfsmenn hlutu hvatningarverðlaunin sem voru 100.000 króna ferðaávísun:
Gauti Valur Hauksson |
Snæfell EA-310 |
Jón Baldur Agnarsson |
Björgvin EA-311 |
Sigurður Vigfússon |
Björgúlfur EA-312 |
Ari Jón Kjartansson |
Vilhelm Þorsteinsson EA-11 |
Kolbrún Júlíusdóttir |
Skrifstofa |
Steinþór Berg Lúthersson |
ÚA |
Hrefna Þorbergsdóttir |
ÚA |
Sighvatur Árnason |
ÚA - Laugum |
Owald Perez Capin |
Dalvík |
Hanna Kristín Gunnarsdóttir |
Dalvík |
Steingrímur Rúnar Steinarsson |
Hausaþurrkun Dalvík |
Árni Evert Ingólfsson |
Silfurstjarnan |
Steinþór Friðriksson |
Kaldbakur EA 1 |
Jón Ísfjörð Aðalsteinsson |
Oddeyrin EA-210 |
Sunan Toplod |
Reykfiskur |
Bjarklind Kristinsdóttir |
Íslandsbleikja |