Norska ríkisútvarpið, NRK, greindi frá því í gær að Samherji væri ekki lengur í viðskiptum við norska bankann DNB. Þetta eru gamlar fréttir og hafa því engin áhrif á starfsemi Samherja og tengdra félaga. Þegar Samherji hætti í viðskiptum við DNB undir lok síðasta árs voru bankaviðskiptin færð annað og gekk það hnökralaust fyrir sig. Það skal tekið fram að Samherji hafði engin lánaviðskipti við DNB.
Við höfum haft þá reglu hjá Samherja að við tjáum okkur ekki um samband samstæðunnar við einstaka viðskiptavini. Ég fór hins vegar í viðtöl hjá íslenskum fjölmiðlum í gær þar sem ég útskýrði að þetta væri gömul frétt sem hefði engin áhrif á reksturinn endi ætti Samherji í traustu og góðu sambandi við alla viðskiptabanka sína.
Bestu kveðjur,
Björgólfur Jóhannsson
starfandi forstjóri Samherja