sýningargesta fyrir smekklega hönnun
og uppsetningu
Dagana 23.-25. apríl tók Samherji hf. þátt í sjávarútvegssýningunni í Brussel, European Seafood Exhibition, með ágætum árangri. Þetta er í annað sinn sem Samherji tekur þátt en fulltrúar frá fyrirtækinu hafa sótt sýninguna frá upphafi.Brussel sýningin hefur stækkað með hverju árinu sem líður og er í dag orðin langstærsta og mikilvægasta sjávarútvegssýning sem haldin er í Evrópu. Nokkrir starfsmenn Samherja hafa sótt þessa sýningu frá upphafi eða í tíu ár. Sýningin hefur aukist mjög að umfangi og gestafjölda á þessum tíu árum og leggja sýnendur stöðugt meira í sýningarbásana. Segja má að sýningardagana sé stór hluti sjávarútvegsgeirans í Evrópu samankominn í Brussel.
Þátttaka nauðsynleg Samherji tók í fyrsta sinn þátt í sýningunni í fyrra og var þá með aðstöðu í sýningarbás Hussman & Hahn. "Reynslan sýndi okkur að fyrir fyrirtæki eins og Samherja sem hefur viðskiptavini um alla Evrópu, að þátttaka í sýningunni er nauðsynleg," segir Gústaf Baldvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Samherja og framkvæmdastjóri Seagold Ltd. í Bretlandi, en hann er einn þeirra sem sótt hefur sýninguna frá upphafi.
Vöktu athygli sýningargesta Í ár var ákveðið að leggja meira í þátttökuna og setti Hussman & Hahn upp glæsilegan bás sem vakti athygli sýningargesta fyrir smekklega hönnun og uppsetningu. Hussmann & Hahn sýndi framleiðsluvörur sínar við góðar undirtektir að sögn Gústafs. "Tvö fundarherbergi voru í básnum og voru þau mikið notuð þar sem streymi viðskiptavina okkar á básinn var stöðugt. Hér ber að hafa í huga að viðskiptavina hópur Samherja í Evrópu stækkar með hverju árinu sem líður og þá sérstaklega í Austur Evrópu þar sem við seljum mikið af uppsjávarafurðum. Það vakti athygli okkar hversu sýningargestir eru vel skipulagðir og nýta tímann vel. Þarna hittum við marga af okkar föstu viðskiptavinum auk þess sem við áttum góða fundi með mörgum tilvonandi," segir Gústaf Baldvinsson.
Mikill ávinningur Gústaf segir sýninguna vera fastan lið í samskiptum Samherja við viðskiptavini fyrirtækisins um alla Evrópu. "Þarna er góður vettvangur til að hitta núverandi og tilvonandi viðskiptavini auk þess sem alltaf er fróðlegt að sjá hvað aðrir sem starfa í sömu grein eru að gera. Svona sýning skilar okkur því töluverðum upplýsingum sem við setjum í reynslu- og þekkingarbanka okkar Samherjamanna," segir Gústaf Baldvinnson, ánægður og reynslunni ríkari eftir árangursríka þátttöku í Brussel sýningunni.
Fleiri myndir frá sýningunni...