Í nýsamþykktum kjarasamningum eru ákvæði um tvær eingreiðslur sem eiga að greiðast ofan á laun nú um mánaðamótin. Þær nema samtals 60 þúsund krónum. Samherji hefur ákveðið að rúmlega tvöfalda þessar umsömdu greiðslur. Allir starfsmenn í landi, sem hafa unnið hjá fyrirtækinu frá áramótum, fá því 63.100 krónur í auka-launauppbót um næstu mánaðamót.
Þessu til viðbótar er starfsfólki greidd hefðbundin orlofsuppbót. Greiðslur umfram hefðbundin laun núna um mánaðamótin verða því 150.000 krónur, miðað við fullt starf, og skiptast sem hér segir:
Samtals til starfsfólks í fullu starfi: kr. 150.000
“Við þökkum góðu starfsfólki”
Samherji hefur á undanförnum tveimur árum greitt starfsfólki í landi launauppbót umfram kjarasamninga. Í fyrra voru þessar umframgreiðslur rúmlega 12% af launum. “Ástæðan er sú að rekstur félagsins hefur gengið vel á þessum tíma, sem við þökkum góðu starfsfólki bæði til sjós og lands. Okkur hefur tekist að búa til mikil verðmæti úr því hráefni sem við höfum tekið til vinnslu. Afurðir okkar eru gæðavara, eftirsótt af erlendum viðskiptavinum. Af því erum við stolt og teljum að ekki sé betur gert annars staðar,” sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, m.a. í tilkynningu til starfsmanna vegna launauppbótarinnar.