Baldvin Þorsteinsson, sem áður hét Hannover og þar áður Guðbjörg, hefur tekið verulegum breytingum. Á síðustu mánuðum hefur skipið verið í lengingu í skipasmíðastöð í Lettlandi og ýmsar viðamiklar breytingar verið gerðar á því.
Fjórtán manns eru um borð í Baldvin Þorsteinssyni á heimstíminu. Í brúnni eru Hákon Þröstur Guðmundsson og Árni V. Þórðarson.
Kristinn V. Daníelsson, tæknifræðingur hjá Samherja á Akureyri, einn þeirra sem er um borð, sagði í gær að óhætt væri að segja að miklar breytingar hafi verið gerðar á skipinu. Lenging þess gerði það að verkum að útlit skipsins væri gjörbreytt frá því sem var og einnig hefðu umtalsverðar breytingar verið gerðar á ýmsum búnaði um borð