Laust fyrir klukkan 13:00 er uppsjávarskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA 11, var að koma að hafnarmynninu í Neskaupstaðarhöfn, varð bilun í skrúfubúnaði skipsins með þeim afleiðingum að skipið tók að sigla stjórnlaust aftur á bak og varð síðan vélavana.
Við þetta rak skipið upp að bröttum sandkanti sem er rétt sunnan við hafnarmynnið. Barði NK 120, skip Síldarvinnslunnar, kom strax til aðstoðar og dró Vilhelm að bryggju.
Ekki er vitað um neinar skemmdir en eftir er að finna út hvað gerðist í vélbúnaðinum. Samkvæmt venju var Landhelgisgæsla umsvifalaust upplýst um hvað gerðist.
Björgunarskipið Hafrún kom fljótt á staðin og aðstoðuðu skipverjar Hafrúnar við að losa Vilhelm Þorsteinsson.