![]() Kristján Vilhelmsson ásamt nokkrum af stjórnendum Parlevliet & Van der Plas |
Boydline Ltd. í Bretlandi, sem Onward Fishing Company, dótturfélag Samherja, á til helminga á móti hollenska útgerðarfyrirtækinu Parlevliet & Van der Plas, gerir út frystitogarann Arctic Warrior. Arctic Warrior er aðallega gerður út til bolfiskveiða, en félagið hefur yfir að ráða stórum hluta breska þorskkvótans í Barentshafi og við Grænland.
Starfsmenn Parlevliet & Van der Plas voru með glæsilegan bás á sýningunni og buðu gestum og gangandi upp á veitingar.
Fyrirtækið Parlevliet & Van der Plas var stofnað árið 1949 af tveimur fjölskyldum og dregur nafn sitt af þeim. Samtals gerir fyrirtækið út 12 skip, auk þess sem það rekur frystigeymslur, söluskrifstofur og heldur úti bílaflota til fiskflutninga á meginlandi Evrópu.