Bráðabirgðauppgjör móðurfélags Samherja hf. árið 2001

Samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri móðurfélags Samherja, sem lagt var fram á stjórnarfundi Samherja hf. í dag, er ljóst að hagnaður móðurfélagsins á árinu 2001 er verulega meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir.Samkvæmt bráðabirgðauppgjörinu nema rekstrartekjur móðurfélagsins 12.755 milljónum króna og hagnaður án afskrifta og fjármagnskostnaðar (EBITDA) er 3.463 milljónir króna. Fjármagnsliðir eru neikvæðir um 1.159 milljónir króna og afskriftir nema 984 milljónum króna. Að teknu tilliti til skatta og annara tekna og gjalda er hagnaður móðurfélagsins 1.279 milljónir króna. Veltufé frá rekstri er skv. uppgjörinu 3.023 milljónir króna.

Ekki liggja fyrir áætluð áhrif dóttur- og hlutdeildarfélaga en í níu mánaða uppgjöri voru þau neikvæð um 167 milljónir króna.

Endurskoðað uppgjör félagsins mun birt í viku 10 og aðalfundur félagsins verður haldinn 11. apríl n.k.

Fréttatilkynning frá Samherja hf., 5. febrúar 2002. Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Már Baldvinssonm, forstjóri, í síma 460 9000.