Ágæta samstarfsfólk.
Síðasta vika hefur verið okkur öllum erfið. Við höfum mátt horfa upp á harkalegar aðgerðir og ásakanir á hendur fyrirtækinu.
Þetta hefur reynt á, krafist mikillar orku og skapað óvissu.
Samherji hefur ítrekað lýst vilja sínum til að vinna með Seðlabankanum í þessu máli. En til að það geti orðið verður fyrirtækið að skilja og vita að hvaða hlutum grunsemdir Seðlabankans beinast. Húsleitin sjálf var kærð til Hæstaréttar sem ekki féllst á kæruna þar eð aðgerðum var þegar lokið. Sú niðurstaða segir hins vegar ekkert um málstað okkar. Það mun reyna frekar á lögmæti húsleitanna.
Þá höfum við í dag krafist þess af Seðlabankanum að láta þegar í stað uppi hvað Samherji og tengd félög eru
grunuð um, svo taka megi tillit til þess við rekstur félagsins og um leið að tryggja að sölustarfsemi Samherja geti áfram blómstrað á
Íslandi.
Bréf lögmanna okkar til Seðlabankans hefur verið birt á heimasíðu Samherja. Í því koma fram mikilvæg rök okkar. Við munum
birta gögn af þessu tagi á heimasíðu okkar á meðan á þessu ferli stendur.
Nú er mikilvægast að láta ekki deigan síga, halda einbeitingunni og standa saman. Með því sýnum við best styrk okkar.
Við gerum okkur grein fyrir að starfsfólk Samherja hefur áhyggjur af þessu máli. Um það er bara eitt að segja: Starfsfólk Samherja hefur
ekki brotið neitt af sér. Við erum heiðarlegt fólk sem rekum traust og gott fyrirtæki sem hefur verið byggt upp af okkur öllum. Samherji mun verja
félagið og sitt fólk af fullri hörku.
Við skulum halda áfram að standa okkur og sýna enn einu sinni úr hverju Samherji er gerður. Það er besta svarið nú.
Baráttukveðjur og gleðilega páska
Þorsteinn Már Baldvinsson
Kristján Vilhelmsson