Breytingar á skipastól Samherja

Samherji hf. hefur nýtt sér rétt, samkvæmt kaupsamningi sem gerður var við færeyska útgerðarfélagið E.M. Shipping, um að láta kaup félagsins á nótaveiðiskipinu Jóni Sigurðssyni ganga til baka. Það er gert samhliða því að félagið hefur ákveðið að hætta við að selja fjölveiðiskipið Þorstein EA-810 til þýska útgerðarfélagsins DFFU. Sú ákvörðun var tekin samhliða þeim breytingum sem urðu á rekstri og eignaraðild þýska félagsins fyrir skemmstu.

Þorsteinn EA-810 hefur verið í lengingu í Póllandi að undanförnu en er væntanlegur hingað til lands í lok janúar.