Cuxhaven NC 100 heldur í sína fyrstu veiðiferð

Cuxhaven NC 100 nýtt skip Deutsche Fischfang Union, dótturfélags Samherja í Þýskalandi hefur haldið á veiðar. Cuxhaven NC100 sem hannað er af Rolls Royce er 81,22m langt og 16m breitt, smíðað í Mykleburst skipasmíðastöðinni í Noregi. Cuxhaven er fyrsta nýsmíði Deutsche Fischfang Union í 27 ár en það skip bar einnig nafnið Cuxhaven.
 
Eigendur Samherja ásamt Haraldi Grétarssyni framkvæmdastjóra Deutsche Fischfang Union og Óskari Ævarssyni útgerðastjóra tóku á móti skipinu 15.ágúst sl. í Álasundi. Þá voru veiðarfæri tekin um borð og skipið gert klárt að öðru leyti. Cuxhaven hélt svo til veiða í Barentshafi 20.ágúst. Skipstjórar eru Stefán Viðar Þórisson og Hannes Kristjánsson. 
Cuxhaven er afar vel búið á allan hátt bæði hvað varðar vélbúnað, vinnslu og aðbúnað áhafnar sem getur orðið allt að 35 manns. Með nýjustu tæknilausnum er skipið mun hagkvæmara í rekstri og umhverfisvænna en eldri skip. Vinnsludekk er hannað og smíðað af Slippnum á Akureyri og hefur búnað m.a. frá Vélfag á Ólafsfirði. 
 
„Þetta eru mikil tímamót í rekstri DFFU hér í Þýskalandi. Meðal annars hefur allur aðbúnaður áhafnar og vinnuaðstaða verið stórbætt. Það er mikil áskorun að fá allt til að virka í svona tæknilega flóknu skipi og næstu vikur verða því spennandi hjá okkur,“ segir Haraldur Grétarsson framkvæmdastjóri Deutsche Fischfang Union GmbH.
 
Cuxhaven_NC100
 
Cuxhaven_NC100
Óskar Ævarsson útgerðarstjóri DFFU, Hannes Kristjánsson skipstjóri, Stefán Viðar Þórisson skipstjóri og Haraldur Grétarsson framkvæmdastjóri DFFU
 
Cuxhaven_NC100_TMB
 
Cuxhaven_NC100_TMB
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja sleppir
 
Cuxhaven_NC100
Cuxhaven NC 100 siglir frá Álasundi í Noregi í sína fyrstu veiðiferð