Ferskur Landlax og fersk Landbleikja sem Samherji fiskeldi setti á markaðinn hér á landi undir eigin nafni í nóvember á síðasta ári, hlutu strax góðar viðtökur neytenda.
Birgir Össurarson sölu- og markaðsstjóri Ice Fresh Seafood, sem annast sölu afurða Samherja, segir að salan hafi gengið mjög vel þrátt fyrir að Landlaxinn og Landbleikjan hafi lítið sem ekkert verið auglýst.
Hollur og góður matur
„Samherji fiskeldi hefur framleitt landeldisfisk í tvo áratugi og öllum þáttum er stýrt með það að leiðarljósi að tryggja bestu mögulegu eldisaðstæður fyrir fiskinn. Allar stöðvar fyrirtækisins eru með alþjóðlegar vottanir, auk þess sem einungis er notast við gæða fóður. Við seljum afurðirnar víða á erlendum mörkuðum og erum glöð að geta boðið áhugasömum neytendum á Íslandi eldisvörurnar okkar. Ég er sérlega ánægður með viðtökurnar hérna heima og á næstu vikum auglýsum við fiskinn og minnum landsmenn þar með enn frekar á þessa hollu og góðu matvöru, “ segir Birgir Össurarson.
Hæsta einkunn
Í kynningarmyndbandi um fiskeldið gefur Einar Geirsson matreiðslumeistari veitingastaðarins RUB 23 á Akureyri Landlaxinum og Landbleikjunni hæstu einkunn.
„Gæðin eru upp á tíu, bæði hvað varðar framleiðsluna og fiskinn.“
Hér má sjá myndband um fiskeldið