Samherji hf. rekur eitt fullkomnasta frystihús landsins á Dalvík og gefur afurðir fyrirtækisins á Fiskidaginn mikla með myndarlegum hætti. Þar sem fyrirtækið er stærsti vinnuveitandinn á svæðinu koma starfsmenn Samherja einnig til með að setja mark sitt á daginn með sjálfboðavinnu sinni.
Fiskidagurinn hefur tekist með afbrigðum vel hingað til. Fyrsta árið komu um 6.000 manns en í fyrra komu 13.800 á svæðið. Búist er við að gestafjöldinn aukist til muna nú og eru aðstandendur fiskidagsins bjartsýnir á góðan dag, gott veður og mikinn fjölda fólks. Aðeins eitt af þeim fyrirtækjum sem hér um ræðir selur fisk á innlendan markað og því er hér ekki um auglýsingu að ræða heldur aðeins kynningu á því starfi sem fer fram á Dalvík og að njóta lífsins og skemmta sér saman.
Boðið verður upp á fjöldinn allan af gómsætum fiskréttum og verður yfirkokkur sem fyrr stórsnillingurinn Úlfar Eysteinsson á veitingastaðnum Þremur frökkum í Reykjavík. Framkvæmdastjóri hátiðarinnar er Júlíus Júlíusson.
Á heimasíðu Fiskidagsins má fá allar upplýsingar um Fiskidaginn Mikla