Fiskidagurinn mikli 2004


fiskidmikli04pokkunh

Starfsmenn Samherja og fleiri Dalvíkingar á fullu að pakka fisk fyrir veislu ársins
 

fiskidmikli03blodrurh
Starfsmenn að blása í blöður og hnýta fyrir er ekki venjuleg starfssemi í húsnæði Samherja

Fiskidagurinn mikli verður haldinn hátíðlegur í Dalvíkurbyggð laugardaginn 7.ágúst.  Er þetta fjórða árið í röð sem fiskverkendur og fleiri aðilar í Dalvíkurbyggð bjóða öllum gestum og gangandi í mat.  Markmiðið með deginum er að fá sem flesta til að koma saman og borða fisk og njóta þess að vera saman.  Samherji hf. rekur stórt  og fullkomið frystihús á Dalvík og tekur þ.a.l. stóran þátt í Fiskideginum mikla. 
Gestir Dalvíkinga koma til með að bragða á fjölmörgum afurðum fyrirtækisins sem hafa verið í vinnslu undanfarnar vikur í frystihúsinu.  Eins verða húsnæði, tæki  og ekki síst fjölmargir starfsmenn Samherja í áberandi þennan skemmtilega dag.  Boðið er upp á fjölbreytta skemmtidagskrá og má nefna að Draugahúsið og Cirkus Atlantis eru í boði Samherja hf. 
Framkvæmdastjóri hátiðarinnar er Júlíus Júlíusson og yfirkokkur er Úlfar Eysteinsson.

Á heimasíðu Fiskidagsins má fá allar upplýsingar um Fiskidaginn Mikla