![]() Anfinnur (t.h.) að ræða við einn af sínum viðskiptafélögu |
Anfinnur Olsen framkvæmdastjóri Framherja í Færeyjum er staddur á sýningunni í Brussel í ár eins og undanfarin ár.
Anfinnur er mjög ánægður með sýninguna, sem er að hans sögn kjörinn vettvangur til að hitta viðskiptavini og samstarfsaðila víðs vegar að úr heiminum. Hann bendir á að stöðugt þurfi menn að vera í góðu sambandi við viðskiptavini og að sýning sem þessi sé mjög vel til þess fallin að efla tengslin.