Fyrsta Sumarsíldin á land í kvöld

Vilhelm Þorsteinsson EA 11 landar í kvöld á Neskaupstað fyrstu síld sumarsins.  Landað verður tæpum 500 tonnum af frosnum síldarflökum, sem voru unnin úr stórri og góðri síld. Síldin veiddist á alþjóðlega hafsvæðinu (síldarsmugunni) og við 200 mílna landhelgislínuna.   Afurðirnar eru seldar og fara aðallega á markað í Póllandi, Þýskalandi, Litháen og Rússlandi.