Vilhelm Þorsteinsson EA-11 er nú á landleið með fullfermi af úthafskarfa eða um 410 tonn af afurðum og er verðmæti aflans um 55 milljónir króna.
Skipið hélt til veiða laugardaginn 11. apríl og veiðiferðin tók því um 14 daga. Vilhelm Þorsteinsson var fyrst íslenskra skipa til að hefja veiðar á Reykjaneshrygg á þessu ári. Að sögn Bolvíkingsins Guðmundar Þ. Jónssonar skipstjóra þá var veður gott og veiðar gengu vel sérstaklega síðari hluta veiðiferðarinnar. Skipið kemur inn til löndunar í Reykjavík í fyrramálið og heldur aftur til veiða strax að löndun lokinni