Fyrstu landanir Samherjaskipa

Loðnuvertíðin:
ea10_1londun
mbl.is/Ágúst Blöndal
Nýi Baldvin Þorsteinsson landar úr fyrsta túr sínum í Neskaupstað í dag.

Baldvin Þorsteinsson EA 10 kom til Neskaupstaðar í dag og landaði þar úr sinni fyrstu veiðiferð. Afli skipsins var um 2.000 tonn af góðri loðnu sem veiddist austur af Langanesi. Skipið kom í desember til Akureyrar frá Lettlandi þar sem það var lengt og því breytt verulega.
Vilhelm Þorsteinsson EA 11 kom til Grindavíkur og landaði um 2.600 tonnum af góðri loðnu og Þorsteinn EA 810 er á leið til Grindavíkur með um 1.950 tonn að loðnu.   Þessar landanir eru óvenju snemma á ferðinni í Grindavík og má þakka það hinum stóru og öflugu skipum sem Samherji hefur yfir að ráða.