Gert ráð fyrir 1.030 milljóna króna hagnaði af rekstri félagsins árið 2003

Á aðalfundi Samherja hf., sem fram fór í gær, kynnti Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri, rekstraráætlun félagsins fyrir árið 2002.
adalfundur2_heimas

Áætlunin sem gerð var í lok síðasta árs, endurskoðuð með tilliti til þeirrar styrkingar sem orðið hefur á íslensku krónunni frá áramótum, gerir ráð fyrir að hagnaður félagsins fyrir skatta á árinu 2003 verði 1.255 milljónir króna, skattar eru áætlaðir 225 milljónir króna og hagnaður ársins því 1.030 milljónir króna. Veltufé frá rekstri er áætlað 1.700 milljónir króna.
Hann sagði að ljóst væri að styrking krónunnar hafi veruleg áhrif á rekstur félagsins og sem dæmi má nefna að sú breyting sem orðið hefur á gengi íslensku krónunnar frá því í nóvember síðastliðnum þýðir um 700 milljóna króna lækkun á áætlaðri framlegð ársins 2003. Að öðru leyti vísast í ræðu Þorsteins Más og ávarp Finnboga Jónssonar hér neðar á síðunni.

adalfundur4_heimas

Á fundinum var samþykkt að greiða 20% arð til hluthafa og fer arðgreiðslan fram 21. maí n.k.
Þá var ennfremur með vísan til 55. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995, samþykkt tillaga að heimila félagsstjórn á næstu 18 mánuðum að kaupa bréf í Samherja hf. að nafnvirði allt að kr. 166.000.000,- . Kaupverð bréfanna má verða allt að 10% yfir meðal söluverði, skráðu hjá Verðbréfaþingi Íslands á síðasta tveggja vikna tímabili áður en kaupin eru gerð. Í þessu skyni er félagsstjórn heimilt að ráðstafa allt að kr. 1.660.000.000,- ".

Breyting á stjórn
Í stjórn Samherja voru kosnir, Finnbogi Jónsson, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Óskar Magnússon, Jón Sigurðsson og Gunnar Felixsson. Til vara í stjórn voru kosnir, Eiríkur Jóhannsson og Kristján Jóhannsson.
Stjórn félagsins kom saman í kjölfar aðalfundar og skipti með sér verkum þannig að Finnbogi Jónsson er stjórnarformaður, Jóhannes Geir Sigurgeirsson varaformaður og Óskar Magnússon ritari. Nýr stjórnarmaður Gunnar Felixson var boðinn velkominn en fráfarandi stjórnarmanni Arngrími Jóhannssyni var þökkuð stjórnarsetan og samstarfið.

Endurskoðandi Samherja hf. var kosinn Endurskoðun Akureyri KPMG, Arnar Árnason

Þóknun til stjórnarmanna var samþykkt kr. 650.000.-

Ávarp Finnboga Jónssonar stjórnarformanns
Ræða Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra