Sjómenn á skipum Samherja og makar voru boðnir í móttöku á aðalskrifstofu félagsins á Akureyri laugardaginn 2. júní sl. Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri bauð gestina velkomna. Í máli hans kom m.a. fram að í dag fara samskipti að miklu leyti fram í tölvupósti og launagreiðslur eru sendar rafrænt á milli reikninga. Þess vegna ættu starfsmenn sjaldan erindi á skrifstofuna og dæmi væru um að starfsmaður hafi aldrei komið á skrifstofuna þrátt fyrir margra ára starf.
Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér, var glatt á hjalla og gestirnir nutu veitinga og samveru í nýuppgerðu skrifstofuhúsnæði félagsins.