“Ég er búinn að vera ríflega 10 ár hjá félaginu og finnst því orðið tímabært fyrir mig að breyta til. Þessi ár hafa verið viðburðarík og skemmtileg og það hefur verið einstaklega gaman að taka þátt í þeirri miklu þróun og breytingum sem orðið hafa hjá Samherja og sjávarútveginum í heild,” segir Guðmundur Baldvin. Hvað við tekur þá segir Guðmundur að margt áhugavert sé á borðinu en fyrst um sinn muni hann þó verða stjórnendum Samherja innan handar við frágang á ýmsum verkefnum.
“Guðmundur Baldvin hefur verið einn af lykilstarfsmönnum Samherja undanfarinn áratug og það er mikil eftirsjá af honum,” segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. “Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka honum farsæl störf hjá félaginu og óska honum velfarnaðar á nýjum vettvangi” segir Þorsteinn ennfremur.