Gústaf mun hafa aðsetur í Englandi en þar hefur hann starfað við markaðssetningu á afurðum Samherja síðastliðin 13 ár. Hann er jafnframt framkvæmdastjóri Seagold Ltd., dótturfyrirtækis Samherja hf. á Bretlandseyjum, og mun gegna því starfi áfram meðfram sínu nýja starfi.
Tveir sölustjórar starfa innan sölu- og markaðssviðs Samherja hf. og hafa þeir aðsetur í höfuðstöðvum félagsins á Akureyri. Birgir Össurarson hefur starfað hjá félaginu í 9 ár en hann hefur umsjón með sölu á rækju, sjófrystum og landfrystum afurðum. Einar Eyland hefur starfað hjá félaginu í 11 ár en hann sér um sölumál sem tengjast uppsjávarafurðum, lagmeti, kavíar og laxi.