Hagnaður Samherja og dótturfélaga var 8,8 milljarðar króna á árinu 2011

  •         Hagnaður ársins nam 8,8 milljörðum króna. Um er að ræða bestu afkomu í sögu samstæðunnar.
  •         Hagnaður Samherja og dótturfélaga fyrir skatta var 11 milljarðar króna.
  •         Rúm 60% af starfsemi Samherja er erlendis.
  •         Félög samstæðunnar starfa í 11 löndum og gera upp í 8 mismunandi gjaldmiðlum.
  •         Öll erlend dótturfélög samstæðunnar eru skattlögð í ríkjum Evrópusambandsins eða Kanada.
  •         Í níu af þeim tíu löndum sem erlend dótturfélög Samherja starfa er reksturinn fjármagnaður hjá
               erlendum fjármálastofnunum.
  •         Samherji hefur hvorki fengið niðurfellingu né endurútreikning á nokkru láni hjá íslenskum
               fjármálastofnunum.
  •         Samherji er næst hæsta fyrirtækið í hópi greiðanda opinberra gjalda á Íslandi, sé tekið tillit til
               veiðigjalds sem ekki er inni í tölum Ríkisskattstjóra um álagningu opinberra gjalda.
  •         Ekki kom til þess einn einasta dag á árinu 2011 að Atvinnutryggingasjóður þyrfti að greiða
               einhverjum af 350 starfsmönnum í landvinnslu félagsins á Eyjafjarðarsvæðinu laun vegna
               hráefnisskorts.

 Félög samstæðunnar starfa í ellefu löndum og gera upp í átta mismunandi gjaldmiðlum. (EUR, USD, GBP, ISK, CAD, PLN, DKK og NOK). Samstæðureikningur félagsins er settur fram í evrum en í tilkynningunni eru tölur umreiknaðar í íslenskar krónur miðað við meðalgengi ársins 2011 sem var 161,4 krónur á hverja evru.

Rekstur – Allar afkomueiningar skiluðu hagnaði

Rekstrartekjur Samherja og dótturfélaga voru á liðnu ári um 80 milljarðar króna, samanborið við tæpa 68 milljarða árið áður. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað nam 18,2 milljörðum króna, samanborið við 17,8 milljarða árið áður. Hagnaður fyrir tekjuskatt nam 11,1 milljarði og að teknu tilliti til tekjuskatts var hagnaður ársins 8,8 milljarðar króna. Þetta er þriðja árið í röð sem allar afkomueiningar samstæðunnar skila hagnaði.

Efnahagur – Skuldir greiddar hratt niður

Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir samstæðunnar í lok ársins 2011 samtals 108,6 milljörðum króna. Heildarskuldir og skuldbindingar á sama tíma voru 71,2 milljarðar og bókfært eigið fé 37,4 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var 34,5% í árslok. Veltufjármunir námu 29,6 milljörðum króna og nettóskuldir samstæðunnar rúmlega 33 milljörðum króna.

Í níu af þeim tíu löndum sem erlend dótturfélög Samherja starfa er reksturinn fjármagnaður hjá erlendum fjármálastofnunum. Skuldir samstæðunnar við íslenskar lánastofnanir námu samtals 46,5 milljörðum í lok árs 2011 en það sem af er árinu 2012 hafa þær verið greiddar niður um 6 milljarða króna.

„Samstæðan hefur ekkert nýtt lán tekið hjá íslenskum lánastofnunum síðustu ár, ef undan er skilin lántaka hjá Landsbanka Íslands vegna kaupa félagsins á Útgerðarfélagi Akureyringa sem nam 12,2 milljörðum króna. Samherji hefur hvorki fengið niðurfellingu né endurútreikning á nokkru  láni. Við höfum ekki heldur farið fram á að lánaskilmálum nokkurs láns sem Samherji er með verði dæmdir ólöglegir. Að auki eru félög samstæðunnar með öll sín lán í skilum, nú sem ávallt áður, og hafa greitt lán sín hratt niður,” segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.

Fjárfestingar – Fjárfest í ÚA fyrir 14,3 milljarða

Fjárfestingar samstæðunnar á árinu 2011 námu samtals 16,6 milljörðum króna. Þar af nam fjárfesting vegna kaupa á Útgerðarfélagi Akureyringa 14,3 milljörðum. Fjárfest var í fasteignum og rekstri á Akureyri og Laugum auk þess sem keypt voru tvö ísfiskskip en þeim fylgdu tæp 6.000 tonn af aflaheimildum. Ánægjulegt var hversu vel íbúar við Eyjafjörð tóku kaupunum og barst félaginu  ótrúlegur fjöldi árnaðaróska úr öllum áttum í kjölfar þeirra.

Opinber gjöld fyrirtækja – Samherji næst hæsti greiðandinn

Ríkisskattstjóri hefur birt lista yfir hæstu greiðendur opinberra gjalda á Íslandi fyrir árið 2011.  Þar kemur fram að gjöld Samherja nema ríflega 1,7 milljörðum króna. Að auki greiddu önnur félög Samherja á Íslandi tæpar 100 milljónir í tryggingagjald.  Þá vantar álagt veiðigjald inn í tölur RSK. Veiðigjaldið er  innheimt af Sýslumanninum í Hafnarfirði. Það nam ríflega 400 milljónum króna í fyrra. Opinber gjöld Samherja að meðtöldu veiðigjaldi námu því rúmum 2,2 milljörðum króna. Til samanburðar er áætlað veiðigjald Samherja fyrir árið 2012, sem Alþingi hefur þegar samþykkt, ríflega 1,4 milljarðar króna og mun gjaldið ríflega þrefaldast á milli ára.

Skapar aukin verðmæti og mikinn gjaldeyri

„Ég get ekki annað en verið mjög ánægður með afkomu Samherja og erlendra dótturfélaga á árinu 2011. Félögin hafa sótt fram á mörgum sviðum og hefur starfsmönnum tekist afar vel að leysa þau krefjandi verkefni sem fylgdu auknum umsvifum á árinu 2011, með tilkomu ÚA og yfirtöku reksturs félaga í Frakklandi og á Spáni. Rekstur dótturfélaga Samherja erlendis gekk vel á árinu en um 60% af veltu samstæðunnar kemur frá þessum félögum,” segir Þorsteinn Már.

Samherji flutti til Íslands 5.200 tonn af hráefni frá dótturfélögum sínum erlendis og tókst með því að tryggja samfellda atvinnu í vinnslum félagsins á Eyjafjarðarsvæðinu. Því kom ekki til þess einn einasta dag á árinu 2011 að Atvinnutryggingasjóður þyrfti að greiða einhverjum af 350 starfsmönnum í landvinnslu félagsins á Eyjafjarðarsvæðinu laun vegna hráefnisskorts.

„Ég tel það mikið afrek að hafa haldið samfelldri vinnslu í fiskvinnslum félagsins á Eyjafjarðarsvæðinu og lýsandi dæmi um það hvernig samhentu teymi starfsmanna í útgerð, vinnslu og markaðssetningu hjá Samherja tekst að leysa flókið verkefni sérlega vel.  Þá vil ég líka nefna að starfsmenn fyrirtækisins unnu mikið þrekvirki við sölu og markaðssetningu uppsjávarafurða félagsins á liðnu ári. Um mikið magn var að ræða sem fór að stærstum hluta til Afríku, Rússlands, Úkraínu og Póllands. Á þessum mörkuðum eigum við í harðri samkeppni, ekki síst við Norðmenn sem njóta víðtæks stuðnings norskra stjórnvalda, meðal annars í formi trygginga viðskiptakrafna,” segir Þorsteinn Már.+

Framtíðarhorfur – Brýnasta verkefnið…

„Ég hef ekki staðið frammi fyrir jafn krefjandi verkefni í rekstri Samherja síðastliðin 25 ár og nú. Efnahagsástandið í Evrópu veldur því að viðskiptavinir okkar hafa ekki jafn greiðan aðgang að fjármögnun og áður auk þess sem neytendur hafa snúið sér að ódýrari afurðum í einhverjum mæli. Við þetta bætist mjög mikil aukning þorskkvóta í Barentshafi og gríðarlegur vöxtur fiskeldis. Þess vegna hafa verð á mörkuðum farið lækkandi og birgðir eru að aukast. Því hefur aldrei verið brýnna en nú fyrir sjávarútveg á Íslandi að stjórnvöld hér heima og þeir sem í sjávarútvegi starfa standi saman og vinni sameiginlega að lausn þeirra verkefna sem framundan eru,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf.

 Kaldbakur_ahofn

Lykiltölur

 

 

 

2011

2011

2010

2010

 

 

 

EUR

ISK

EUR

ISK

Rekstur

Millj.

 

 

 

 

 

Rekstrartekjur

 

492,4

79.480

419,1

67.707

 

Rekstrargjöld

 

380,0

61.332

310,4

50.146

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði

 

112,4

18.148

108,7

17.562

 

   Hlutfall af veltu

 

23%

23%

26%

26%

 

 

 

 

 

 

 

 

Afskriftir

 

-37,6

-6.065

-38,4

-6.195

 

Hreinir fjármagnsliðir

 

-19,0

-3.060

-22,4

-3.624

 

Áhrif hlutdeildarfélaga

 

12,7

2.054

8,8

1.420

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta

 

68,6

11.077

56,7

9.163

 

 

 

 

 

 

 

 

Tekjuskattur

 

-14,1

-2.283

-8,4

-1.354

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hagnaður tímabilsins

 

54,5

8.795

48,3

7.809

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Veltufé frá rekstri

 

85,4

13.784

71,9

11.615

 

   Hlutfall af veltu

 

17%

17%

17%

17%

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

31.12.11

31.12.11

31.12.10

31.12.10

 

 

 

EUR

ISK

EUR

ISK

Efnahagur

 

 

 

 

 

 

Fastafjármunir

 

496,1

79.024

416,4

64.205

 

Veltufjármunir

 

185,7

29.580

119,6

18.441

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eignir samtals

 

681,8

108.604

536,0

82.646

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eigið fé

 

234,9

37.417

185,7

28.633

 

Langtímaskuldir og skuldbindingar

 

319,3

50.861

251,9

38.840

 

Skammtímaskuldir

 

127,6

20.325

98,4

15.172

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skuldir og eigið fé

 

681,8

108.604

536,0

82.646

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eiginfjárhlutfall

 

34,5%

34,5%

34,6%

34,6%

 

Veltufjárhlutfall

 

1,46

1,46

1,22

1,22

 

 

 

Fréttatilkynning frá Samherja 2. nóvember 2012