Skipstjórarnir Arngrímur Brynjólfsson á Kristinu EA og Guðmundur Þ. Jónson á Vilhelm Þorsteinssyni EA tóku á móti félögum sínum í Oddfellowstúkunni Freyju á Akureyri um borð í Kristínu EA í vikunni.
Farið var með menn um skipið alveg frá brú niður í vélarrúm og bæði vinnsla og önnur aðstaða skoðuð. Arngrímur og Guðmundur fræddu gestina um skipið og vinnsluna um borð en einnig fræddi Birgir Össurarson sölustjóri Samherja hópinn almennt um starfsemi Samherja bæði hér á Íslandi og erlendis. Skipið liggur við svokallaða "Hagkaupsbryggju" í Fiskihöfn og hefur sökum stærðar vakið óskipta athygli Akureyringa. Hópurinn var mjög áhugasamur enda ekki oft sem tækifæri gefst til að skoða þetta mikla skip.