Hörður kokkur kveður

Þorsteinn Már forstjóri Samherja kveður Hörð kokk og þakkar fyrir vel unnin störf
Þorsteinn Már forstjóri Samherja kveður Hörð kokk og þakkar fyrir vel unnin störf

Hordur_kokkurHörður Héðinsson kokkur lauk giftusamlegum ferli sínum um borð í skipum Samherja um miðjan september sl.

Hörður hóf störf hjá Samherja 24. júní 2005 á Akureyrinni EA 110 ( nú Snæfell EA 310) hjá skipstjóranum Guðmundi Frey Guðmundssyni. Árið 2006 fór Hörður yfir á Björgúlf EA 312 (nú Hjalteyrin EA 306) og var þar til ársins 2007 þegar Oddeyrin EA 210 kom. Fylgdi hann Guðmundi Frey  um borð í Oddeyrina og var þar til  ársins 2017, er hún var seld. Fór hann þá tímabundið um borð í Björgvin EA þar til ný Björg EA 7 var tilbúin. Hörður var í áhöfninni sem sigldi Björgu EA heim frá Tyrklandi og lauk starfsferlinum á því skipi.

Við kveðjum Hörð Héðinsson með þakklæti fyrir vel unnin störf og látum fylgja með vísu sem okkur þykir lýsandi.

  

Úr eldhúsi frá Herði kemur allt okkar þrek

yndislegur matur, ég fjóra bita tek

Alla daga fáum eintóm veisluföng

öllum glatt i geði, þótt siglingin sé löng

 

Höfundur er Óskar Magnússon rithöfundur og stjórnarmaður í Samherja hf., sem var háseti í áhöfn Bjargar EA í siglingunni heim frá Tyrklandi