Í dag lögðu Hríseyjan EA og Seley SU af stað í sína síðustu ferð. Skipin hafa verið seld í brotajárn til Greno í Danmörku eftir að hafa legið í Akureyrarhöfn um árabil.
Hríseyjan EA (áður Arnar HU) var smíðuð í Japan 1973 og hefur verið í eigu Samherja hf. frá árinu 1995. Seley SU (áður Arnarnúpur ÞH) var smíðuð á Akranesi 1980 og hefur verið í eigu Samherja hf.frá árinu 1998.
Seley að leggja af stað með Hríseyjuna í togi