Það er stefna Samherja að stuðla að bættri heilsu og vellíðan starfsmanna sinna. Einn liður í því er að greiða niður kostnað við líkamsrækt og ýmsa íþróttaiðkun starfsmanna. Á árinu 2009 nýttu um eitt hundrað starfsmenn sér sérstakan íþróttastyrk Samherja og hefur þeim sem nýta sér þennan styrk farið stöðugt fjölgandi, frá því byrjað var á þessum styrkveitingum fyrir sex árum. Samstarf Samherja og Heilsuverndar er hluti af þessari stefnu en það samstarf hefur gengið vel og heldur vel utan um heilsufar starfsmanna auk þess sem Heilsuvernd gefur reglulega út pistla um bætta heilsu sem dreift er á starfstöðvum félagsins.
Annar angi þess að stuðla að bættri heilsu starfsmanna er að sérstöku heilsuátaki hefur verið hrint af stað á skipum Samherja. Átakið felst m.a. í því að breyta mataræðinu um borð og stuðla að aukinni hreyfingu bæði um borð og í frítíma sjómanna. Með því vonumst við til að álagstengdum slysum fækki og almennt heilbrigði aukist. Þetta verkefni hefur nú verið í gangi hjá Samherja í þrjú ár og við erum að ná sýnilegum árangri sem við erum ánægð með. Við stefnum á nýju ári að því að gera enn betur og að meirihluti starfsmanna nýti sér íþróttastyrkinn sem í boði er og fari í kjölfarið að stunda reglulega hreyfingu.
Eftirtaldir starfsmenn hafa hlotið hvatningarverðlaun Samherja fyrir árið 2009:
Gunnlaugur Valgeirsson | skipaþjónusta |
Teitur Arnlaugsson | Fiskeldi |
Gunnþór Guðmundsson | Fiskeldi |
Jóhann Pálsson | Oddeyrin EA-210 |
Jóhann Valur Ólafsson | Vilhelm Þorsteinsson EA-11 |
Brynjar Sigurðsson | Margrét EA-710 |
Heimir Kristinsson | Snæfell EA-310 |
Þórhallur Jóhannsson | Björgvin EA-311 |
Gunnlaugur Hólm Sigurðsson | Björgúlfur EA-312 |
Einar Guðmundsson | Þorvarður Lárusson SH-129 |
Eiður Arnar Sigurðsson | Dalvík |
Teresita Abellar Perez | Dalvík |
Elizabeth Remedio Rico | Dalvík |
Zbigniew Mozejko | Hausþurrkun |