Í jólafríið á undan áætlun

Víðir EA 910, frystitogari Samherja lagðist að bryggju á Akureyri rétt fyrir hádegið í dag með fullfermi, eftir 32 daga veiðiferð.  Aflinn var alls um 390 tonn af frystum afurðum, aðallega þorski, ufsa og ýsu og er aflaverðmætið áætlað rúmar 100 milljónir króna.  Skipið hefur verið á veiðum fyrir austan land frá 19. nóvember sl. og var heildarafli upp úr sjó 650 tonn.   

ea910h

Víðir EA 910, ljósum prýddur, siglir inn í Akureyrarhöfn í morgun
 

ea910_palliogborn_01
Dætur Páls skipstjóra, Aðalbjörg og Sólbjört taka glaðar á móti pabba sínum og með þeim er vinkonan Eydís Rut.
myndir: mó

Víðir EA 910, frystitogari Samherja lagðist að bryggju á Akureyri rétt fyrir hádegið í dag með fullfermi, eftir 32 daga veiðiferð.  Aflinn var alls um 390 tonn af frystum afurðum, aðallega þorski, ufsa og ýsu og er aflaverðmætið áætlað rúmar 100 milljónir króna.  Skipið hefur verið á veiðum fyrir austan land frá 19. nóvember sl. og var heildarafli upp úr sjó 650 tonn.   


Skipverjar héldu í land glaðir í bragði og sagði Páll Steingrímsson skipstjóri veiðiferðina hafa gengið ágætlega þrátt fyrir að veðrið hafi verið frekar rysjótt,  sérstaklega í síðustu viku.

Heildarafli Víðis á árinu var rúmlega 7200 tonn að verðmæti yfir 800 milljónir króna.  Farnar voru 8 veiðiferðir hver að meðaltali 34 dagar en millilandað var tvisvar á árinu.