Nánar tilgreint verða öll hlutabréf Samherja hf. tekin til rafrænnar skráningar, en þau eru öll í einum flokki, auðkennd raðnúmerum nr. A-2 til A-15187 og gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi.
Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa, sem telja nokkurn vafa leika á því að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Samherja hf., að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til skrifstofu Samherja hf. að Glerárgötu 30, 600 Akureyri. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu innan þriggja mánaða frá síðari birtingu innköllunar þessarar.
Ennfremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, sbr. 10. gr. laga nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa, innan þriggja mánaða frá síðari birtingu innköllunar þessarar. Gæta skal þess að reikningsstofnun hafi gert aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands hf.
Við rafræna útgáfu ofangreindra hlutabréfa er nafnverð hluta ákveðið ein króna eða margfeldi þar af.
Að lokinni rafrænni skráningu geta hluthafar falið reikningsstofnun sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands hf. umsjón með eignarhlut sínum í félaginu. Hluthafar munu fá sendar tilkynningar og reikningsyfirlit í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 397/2000.
Tilkynning frá Samherja hf. mánudaginn 13. nóvember 2000