Að sögn Birgis Össurarsonar sölu- og markaðstjóra Samherja, gekk sýningin vonum framar. Mjög mikill fjöldi fólks sótti hana þá 5 daga sem sýningin stóð. Einar Geirsson meistarakokkur og eigandi veitingastaðarins RUB 23 á Akureyri, eldaði afurðir Samherja og gaf gestum og gangandi að bragða við mikla hrifningu.
Birgir segir að þátttaka í sýningu sem þessari hjálpi mikið til við markaðssetningu sjávarafurða en að þessu sinni var lögð áhersla á eldisafurðir Samherja, bleikju, lúðu og sandhverfu.