Kristina EA 410 kemur heim

Kristina EA 410, smíðuð árið 1994, er 105 metrar að lengd og 20 metrar að breidd. Skipið er 7.805 br…
Kristina EA 410, smíðuð árið 1994, er 105 metrar að lengd og 20 metrar að breidd. Skipið er 7.805 brúttótonn að stærð

Stærsta skip íslenska fiskiskipaflotans Kristina EA 410 kom til hafnar á Akureyri í morgun eftir vikulanga siglingu frá Las Palmas. Skipið mun á næstu dögum halda til síldar- og makrílveiða hér við land.

Samherji hf. eignaðist skipið (áður Engey RE) árið 2007 og hefur það að mestu verið í leigu síðan, við veiðar úti fyrir ströndum Afríku.


Skipstjóri á Kristinu EA er Arngrímur Brynjólfsson og í áhöfn eru 35 menn. Aflinn verður unninn um borð en skipið er búið öflugum búnaði fyrir frystingu á aflanum og einnig er fiskimjölsverksmiðja í skipinu.