Fyrir skömmu fór hópur starfsmanna frá frystihúsi Samherja hf. á Dalvík og Síldarvinnslunni hf. á Neskaupstað í heimsókn til Bretlands, í þeim tilgangi að kynna sér starfsemi nokkurra helstu viðskiptavina félaganna þar í landi.
Seagold, markaðsfyrirtæki Samherja, gerði nýverið náinn samstarfs- og viðskiptasamning við stórfyrirtækið Cavaghan & Gray sem hefur starfsemi víðs vegar í Bretlandi. Heimsóttar voru margar vinnslur þess, en þar er framleitt úr afurðum frystihússins á Dalvík og Síldarvinnslunnar ýmsir tilbúnir réttir fyrir verslunarkeðjur.