Rauntölur um laun sjómanna og fiskverð

Umræður að undanförnu um íslenskan sjávarútveg, hverju hann skilar inn í íslenskt þjóðfélag hafa verið miklar. Margir telja að nauðsynlegt sé að slíta í sundur tengsl veiða og vinnslu.  Það sé eina leiðin til að ákvarða laun sjómanna á sanngjarnan hátt.  Hryggjarstykki velgengni Íslendinga byggir á tengingu veiða og vinnslu og markaðssetningar. Þessi tenging hefur verið stór þáttur í þeirri verðmætasköpun sem við höfum náð í sjávarútvegi. Rof á henni myndi færa árangur okkar mörg ár aftur í tímann.

Það er skylda okkar sem nýta auðlindir að hlusta á sjónarmið um nýtingu þeirra. Umræðan verður engu að síður að vera málefnaleg og studd raunverulegum gögnum en ekki óskhyggju og slagorðum.  Krafan um allan fisk á markað er ekki ný og hefur verið uppi milli útgerðar og sjómanna lengi.  Hún snýst fyrst og fremst um kjör sjómanna frá þeirra hlið. Hin hliðin snýst um heildar verðmætasköpun, stöðugleika og mögulega þróun afurða, búnaðar, og starfsöryggi fjölda fiskverkafólks.   

Það er full ástæða til að skoða nánar nokkrar staðreyndir þessu tengdu. Þá er nærtækast fyrir okkur að fara yfir tölur sem tengjast okkar rekstri og launum sjómanna hjá Samherja. Hásetahlutur á árinu 2015 var frá kr. 95 þúsund til 194 þúsund á úthaldsdag, mismunandi eftir því hvaða veiðar voru stundaðar. Laun yfirvélstjóra námu hins vegar frá kr. 148 þúsund til kr. 308 þúsund á dag. 

Vel launuð störf
Hjá  Samherja eru þrjár megingerðir útgerðarmynsturs. Hér fyrir neðan er tafla með aflahlut háseta og yfirvélstjóra  í hverjum flokki fyrir sig á árinu.

Hlutur háseta

Úthaldsdagar

Laun m/ orlofi

Laun á úthaldsdag

Uppsjávarveiðar

208

40.479.569

194.510

Ferskfiskveiðar

200

19.747.081

98.776

Ferskt og frysting

265

25.331.220

95.758

 

 

 

 

Hlutur yfirvélstjóra

Úthaldsdagar

Laun m/ orlofi

Laun á úthaldsdag

Uppsjávarveiðar

208

64.233.364

308.651

Ferskfiskveiðar

200

29.620.622

148.162

Ferskt og frysting

265

39.182.502

148.121

       

* Að auki eru greidd 10% af öllum launum í lífeyrissjóð

Það er ekki óeðlilegt að sjómenn rói 160-180 daga á ári,  þó ber að hafa í huga að sumir kjósa að róa minna, sérstaklega sjómenn á uppsjávarskipum. Laun hvers einstaklings taka mið af sjósókn.

Markaðsverð á fiski til vinnslu í Noregi
Í umræðunni erum við oft að bera okkur saman við Noreg.  Noregur er sú þjóð sem veiðir mest af þorski í heimi. Við skulum fara yfir nokkrar staðreyndir um fiskverð þar í landi.

Yfir sjötíu prósent þorskafla Norðmanna kemur á land á fyrstu fimm mánuðum hvers árs.  Ef skoðuð eru meðaluppgjörsverð til sjómanna í Noregi á þessum tíma, þrjú ár aftur í tímann, þá fengu sjómenn á Íslandi, sem fá greitt uppgjörsverð samkvæmt Verðlagsstofu,  að meðaltali gert upp á  16%  hærra verði en félagar þeirra í Noregi.  Mestur var munurinn í mars 2014 eða 40% og í mars 2015 var munurinn 24% íslenskum sjómönnum í vil.  Aflinn sem tölurnar byggja á í Noregi er samtals 877 þús. tonn á tímabilinu en þorskkvóti Íslands var á sömu árum  samtals 640 þúsund tonn, m.v. óslægðan afla. Þessi afli var að uppgjörsverðmætum 183 milljarðar  í Noregi en hefði skv. verði í beinum viðskiptum á Íslandi verið að verðmætum 212 milljarðar. Þessu til viðbótar er launahlutfall á íslenskum skipum oft hærra en á norskum. Sem dæmi er launahlutfall á skipi sem frystir aflann um borð 29% af fob verðmæti á norsku skipi en 40% á íslensku skipi. Mikilvægt er að hafa í huga að uppgefin verð í Noregi miðast yfirleitt við hausaðan fisk en tekið er tillit til þess í okkar samanburði.

Taflan sýnir landaðan afla í Noregi fyrstu fimm mánuði viðkomandi árs og uppgjörsverð á kíló af slægðum fiski í Noregi og til samanburðar verð í beinum viðskipum skv. ákvörðun Verðlagsstofu skiptaverðs á hverjum tíma.

Ár

Afli (tonn ósl)

Noregur verð (3,2-8 kg)

Ísland VSS Verð (3,2-5,5 kg)

Mismunur (%)

2014

         320.729    

                   163    

                       226    

39%

2015

         278.770    

                   223    

                       260    

17%

2016

         277.216    

                   246    

                       243    

-2%

Samtals

         876.715    

 

 

 

 

Samþætting veiða og vinnslu er lykilatriði
Íslendingar eru í forystu í sjávarútvegi í heiminum í dag. Við Íslendingar gerum meiri verðmæti úr okkar þorski en allir aðrir og vinnum fiskinn meira en almennt gerist. Norðmenn vinna fiskinn mun minna og búa til minni útflutningsverðmæti en við úr hverju kílói.  Sem dæmi hafa Norðmenn flutt allt að 65 þúsund tonn af heilfrystum þorski á ári til vinnslu í Kína. Það er okkar metnaður að vera með fólk í vinnu allt árið og gera því kleift að sérhæfa sig í sínum störfum. Það er einungis hægt með þvi að vera með vinnslu allan ársins hring, hvernig sem árar.  Síðasta vika var ein af þeim stærri hjá okkur í framleiðslu á þorski í fiskvinnslunum á Akureyri og Dalvík.  Samtals tókum við á móti 816 tonnum af hráefni og seldum tæplega helming afurðanna fullunnar, ferskar, beint inn í  fiskborð hjá frönskum stórmörkuðum.  Skipulagning þessa hófst fyrir sex vikum þegar byrjað var að semja við verslanirnar um verð og magn. Allir lögðust á árarnar, sjómenn, fiskverkafólk og sölufólk til að þetta gæti gengið upp.  Ein komma tvær milljónir manna snæða síðan þessar frábæru afurðir í þessari viku. Slíkir samningar, skipulagning og það traust sem þarf frá kaupendum okkar til að þetta sé mögulegt  gæti aldrei orðið ef erlendir viðskiptavinir okkar hefðu ekki fullvissu um að við stýrum veiðunum og vinnslu og afhendum vöruna á réttum tíma.    
Metnaður okkar er að halda upp vinnslu í fiskvinnsluhúsum okkar á Akureyri og Dalvík alla virka daga ársins.  Í ár hefur enginn dagur fallið niður hjá okkur í vinnslu húsanna.  Á síðasta ári féllu niður tveir dagar á Akureyri og einn á Dalvík. Í sambærilegum vinnslum í Noregi má reikna með að vinnsla falli niður 70-100 daga á ári.    Það að gera langtíma samninga og halda uppi fullri vinnslu byggir á því að veiðar,  vinnsla og markaðsstarf lúti sömu stjórn.  Þetta væri ómögulegt ef allur fiskur færi á uppboðsmarkað. 

TMB_SamherjiEru aðrir að gera betur?
Maður verður að játa að ummæli talsmanns vélstjóra í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, nú eins og oft áður, vekja furðu.  Ítrekað eru hluthafar sjávarútvegsfyrirtækja ásakaðir um þjófnað og að haldið sé eftir hluta aflaverðmæti erlendis.  Nú hefur hann enn bætt í og er farinn að draga starfsmenn okkar í landi inn í umræðuna með því að segja að þeir séu óhæfir um að sinna störfum sínum og verður þá ekki farið lengra án viðbragða.  Það er rétt í þessu samhengi að upplýsa að á sama tíma sem hann tjáir sig með þessum hætti var yfirvélstjórahlutur  á tveimur uppsjávarskipum Samherja í september rúmar níu milljónir króna á hvoru skipi og að auki greiddum við tæpa eina milljón í lífeyrissjóð.  Þessi laun eru staðreynd þrátt fyrir óhæft sölufólk og þjófótta hluthafa að mati talsmanns vélstjóra.

Umræðan um sjávarútveg síðustu vikurnar hefur verið óvægin og hörð og er ekki í neinu samræmi við þau verðmæti sem þar eru búin til og því góða starfi sem mikill fjöldi fólks sem starfar í greininni og tengdum greinum vinnur.  Laun sjómanna hafa oft á tíðum verið góð,vinnslustig í landi hefur farið hækkandi,  kjör landverkafólks hafa batnað og sjávarútvegsfyrirtæki hafa unnið náið með íslenskum iðnfyrirtækjum við að þróa heimsklassa afurðir sem þau síðan hafa náð að selja erlendis með tilheyrandi verðmætasköpun. Þessi samvinna á sér vart hliðstæðu en ég get bara vonað að við förum í að bera saman stöðu okkar við stöðu annarra þjóða þegar kemur að sjávarútveginum.  Við ættum að meta hvernig við stöndum okkur sem í þessari grein störfum og hverju hún skilar til þjóðarbúsins.

Þorsteinn Már Baldvinsson
Forstjóri Samherja

 

Samherji_UA_sjomenn