Lætur af störfum eftir 33 ár á sama stað

Gestur Geirsson frmkvæmdastjóri kveður Maríu Helgadóttur
Gestur Geirsson frmkvæmdastjóri kveður Maríu Helgadóttur
María M. Helgadóttir starfsmaður Strýtu, rækjuverksmiðju Samherja á Akureyri, lét af störfum vegna aldurs þann 14. júlí sl. eftir 33ja ára samfelldan starfsferil í verksmiðjunni og forvera hennar, Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar & Co. hf.

 

María hóf störf í verksmiðjunni sem sumarstarfsmaður 15 ára gömul en réð sig í fullt starf árið 1972. Hún starfaði framan af við niðursuðu á grænmeti, og sá um þá framleiðslu lengst af  – en síðar í lagmetisdeild við kavíarframleiðslu, niðurlagningu síldar og og niðursuðu á rækju. Undanfarin ár starfaði María í pökkunarstöð Strýtu.

Samherji hf. þakkar Maríu frábær störf í þágu félagsins og forvera þess og óskar henni alls hins besta um ókomna tíð.

mariam_kvodd2

Glöð á góðum degi, enda ný ævintýri og nægur frítími framundan.