Laxaslátrun í Grindavík

Tankbíllin að skila laxinum til slátrunar.
Tankbíllin að skila laxinum til slátrunar.
Ný sláturaðstaða og ný sláturaðferð

Í gær hófst laxaslátrun hjá Íslandslaxi hf. í Grindavík sem er að tveimur þriðju í eigu Samherja hf. Slátrunin í gær fór fram í nýrri sláturaðstöðu sem byggð hefur verið upp. Sláturaðstaðan er í Hraðfrystihúsi Þórkötlustaða en slátrun fór áður fram hjá verktaka í Sandgerði. Í þessari prufuslátrun í nýju aðstöðunni var slátrað um einu tonni af laxi sem sendur var með flugi síðdegis í gær til Baltimore í Bandaríkjunum.

Jafnframt því að þessi nýja aðstaða var tekin í notkun var notuð aðferð sem ekki hefur áður verið notuð hjá Íslandslaxi. Fiskinum var dælt upp í tankbíl með ískrapa og ekið með hann að sláturhúsinu.

Tíu manns í vinnu

Starfsfólk í Hraðfrystihúsi ÞórkötlustaðaHjalti Bogason stöðvarstjóri hjá Íslandslaxi og Frystihússtjóri hjá Fiskimjöli og Lýsi í Grindavík kveðst nokkuð sáttur við gang mála við slátrunina í gær. Aðeins þurfi að gera smávægilegar endurbætur fyrir næstu slátrun, sem verður fimmtudaginn 25. júlí. Reiknað er með að slátrað verði tvisvar í viku fyrst um sinn. Sláturdögum verður síðan fjölgað og þá verður einnig farið að flaka fiskinn. Um tíu manns munu hafa fasta vinnu við slátrunina. Í fyrra var slátrað um 1.150 tonnum af laxi og 27 tonnum af bleikju hjá fyrirtækinuStarfsfólk í Hraðfrystihúsi Þórkötlustaða