Myndir af Vilhelmi Þorsteinssyni með 2.400 tonn af loðnu
Þessar skemmtilegu myndir af Vilhelmi Þorsteinssyni EA-11 voru teknar af Stefáni P. Haukssyni yfirvélstjóra s.l. laugardag (27. janúar) fyrir utan Krísuvíkurbjarg og sýna Vilhelm össla í land með rúm 2.400 tonn af loðnu um borð. Farminum var landað í Grindavík hjá Samherja - Fiskimjöl og lýsi þar sem hann fór í bræðslu. Fyrir áhugasama um skipið er vert að benda á vefsíðu sem Gunnar Gunnarsson háseti um borð hefur komið á fót. Þar er að finna ýmsar myndir og upplýsingar um skip og áhöfn. Slóðin er www.simnet.is/gunnig
Myndirnar eru birtar með góðfúslegu leyfi Stefáns. Smellið á myndirnar til að fá stærri útgáfu: